Bílskúrar frá Límtré Vírnet eru góður og hagkvæmur byggingakostur. Byggingarmátinn er einfaldur, húsin fljótleg í uppsetningu og hægt er að  fá bílskúrshurðir eftir máli í ýmsum útfærslum. Hvort sem ætlunin er að byggja bílskúra fyrir fjölbýlis- eða einbýlishús getur fyrirtækið boðið viðskiptavinum sínum heildrænar lausnir í byggingu bílskúra.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírneti.