Í janúar verður öll starfsemi fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu sameinuð í nýtt húsnæði Límtré Vírnet að Lynghálsi 2. Munu flutningarnir fara fram eins og hér segir:

Lager/Afgreiðsla: Lokað verður dagana 4. og 5. janúar í Vesturvör 29 og opnað mánudaginn 8. janúar að Lynghálsi 2.

Bindir & stál: Lokað verður föstudaginn 19. janúar að Hvaleyrarbraut 39 og opnað mánudaginn 22. janúar að Lynghálsi 2.

Byggingadeild: Lokað verður föstudaginn 26. janúar að Hlíðasmára 12 og opnað mánudaginn 29. janúar að Lynghálsi 2.

Við viljum biðjast velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér fyrir viðskiptavini fyrirtækisins.