Bílskúrshurðir eru stór hluti af útliti og hönnun íbúðarhúsa.  Límtré Vírnet flytur inn vandaðar bílskúrshurðir frá Krispol, pólsku fyrirtæki sem framleiðir einnig iðnaðarhurðir, glugga o.fl.  Í boði er fjölbreytt úrval útlitshönnunar.  Hurðaflekarnir fást með fulningum, sléttir eða með panelútliti, áferðin er ýmist viðaráferð (woodgrain) eða slétt að utan, hömruð (stucco) að innan.  Sjálfgefinn litur að innan er hvítur (RAL9010) en að utan er val um nokkra staðalliti, mismunandi eftir gerðum fleka auk þess er mikið úrval lita í boði gegn aukagjaldi.  Hægt er að fá margar útfærslur af brautum og fylgihlutum, hér að neðan má sjá ýmsa möguleika hvað varðar útlit, vinsamlega hafið samband við sölumenn til að fá frekari upplýsingar.

Bílskúrshurðirnar frá Krispol eru fjölflekahurðir með flekum sem fylltir eru með freonlausu pólýúreþani og klæddir með zinkhúðuðu, pólyesterlökkuðu stáli.  Þeir eru fáanlegir bæði 40 mm og 60 mm þykkir.  Einangrunargildi hurðanna er mjög hátt eða U=1,12 fyrir hurðir úr 40 mm flekum og U=0,9 fyrir 60 mm hurðir.  Vandaðar þéttingar eru á milli flekanna og að utanverðu þar sem hurðirnar koma að veggjum, tvöfaldar þéttingar á þykkari hurðunum.

Skurður - samsk og þéttingar
Brautakerfi - inni

Allir íhlutir og brautir frá Krispol eru galvaniseraðar og hannaðar með styrkleika, endingu og útlit í huga.  Brautirnar fást í 6 mismunandi útfærslum sem eiga að geta passað í flesta bílskúra.  M.a. er í boði braut sem ekki þarf nema 80 mm pláss yfir hurðargati.

Öryggi notenda er í hávegum haft við hönnun hurðanna frá Krispol.  Klemmuvörn er bæði á flekasamskeytum og við hurðahjólin í brautunum, hurðir með opnara eru einnig búnar öryggi þannig að hurðirnar lyftast um 100 mm ef þær lenda á fyrirstöðu, gormbrotsöryggi er staðalbúnaður.  Hurðirnar eru fáanlegar með fótósellu sem nemur fyrirstöðu í dyragatinu.

Rúlla m. hlíf

Hægt er að fá hliðarhurðir og gönguhurðir í sama útliti og bílskúrshurðirnar og ná þar með fram heildrænu útliti.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírneti.

SÍMI

412-5350

NETFANG

sala@limtrevirnet.is

Mjór panell

Útlit - mjór panell

Breiður panell

Útlit - breiður panell

Sléttir flekar

Útlit - slétt

Rifflaðir flekar

Útlit - smárifflað

Fulninga flekar

Útlit - fulningar

Ýmsar gerðir glugga eru í boði

Gluggi L10 - utanmál 532x345 mm

Gluggi L4 - RF - utanmál 310x310 mm

Gluggi L5 - RF - utanmál 980x140 mm

Gluggi L6 - RF - utanmál 610x203 mm

Gluggi R3 - RF - utanmál 330 mm, öryggisgl.

Gluggi L2 - utanmál 633x332 mm.

Gluggi L3 - utanmál 609x203 mm.

Gluggi R10 - utanmál 633x343 mm.

IP-gluggafleki - ál - í fullri breidd hurðar

Skreytiinnlegg í L10-glugga

Sólarupprás 4

Sólarupprás 3

Sólarupprás 1

Kross

Tígull

Hægt er að fá bílskúrshurðirnar frá Krispol í tveim til þrem staðallitum eftir útfærslum eins og sjá má í töflunni hér að neðan.

Eftirfarandi litir eru á staðallitir eftir útliti fleka:

Útlit fleka Dökkgrár, RAL7016 Hvítur, RAL9010 Hvítur, RAL9016 Brúnn, RAL8014 Silfur, RAL9006
Mjór panell X X X
Breiður panell X X
Sléttir flekar X X
Rifflaðir flekar X X
Fulninga flekar X X X

Allar hurðir er auk þess hægt að fá í miklu úrvali annarra lita gegn aukagjaldi, um 210 litir eru í boði.

Leiðbeiningar um uppsetningu Krispol bílskúrshurða

Krispol bílskúrshurðir - bæklingur á ensku

Pantanaeyðublað