Helstu verkefni árið 2025

Þegar líður að áramótum finnst okkur viðeigandi að staldra við, líta yfir farinn veg og rifja upp nokkur af þeim verkefnum sem einkenndu árið. Hér gefst tækifæri til að skoða myndir af nokkrum helstu verkum ársins — verkefnum sem endurspegla fjölbreytileika, gæði og þá fagmennsku sem við leggjum í hvert einasta verkefni.

Stöðluð hús rísa

Meira en 30 stöðluð hús hafa risið víðsvegar um landið og eru orðin mikilvægur partur af vöruúrvali okkar. Þessi hús hafa ekki bara sýnt gildi sitt í ár heldur líka sýnt hvernig þau geta verið fallegur hluti af landi og eign þeirra sem þau byggja.

Tímalaus klæðning á Urriðaholti 9-11-13-15

ÞG verktakar reistu þessi glæsilegu fjölbýlishús í Urriðaholti, þar sem vandaðri hönnun og stórfenglegu útsýni er fléttað saman á fallegan hátt. Húsin eru klædd álklæðningum í læstu formi, í litum sem falla einstaklega vel að umhverfinu og styrkja heildaryfirbragð byggðarinnar.

Með vönduðu efnisvali og skýrum línum mynda byggingarnar sterka og tímalausa heild sem mun án efa setja mark sitt á hverfið um ókomin ár.

Falleg og hagnýt göngubrú í Elliðarárdal

Göngubrúin yfir Elliðaárdal er glæsilegt dæmi um hvernig ólík byggingarefni geta unnið saman og myndað bæði fallega og hagnýta heild. Með burðarvirki úr límtré nýtir brúin styrk og náttúrulegt yfirbragð timbursins, á meðan malbikaður gönguflötur tryggir góða endingu og örugga notkun árið um kring.

Heildarhönnun brúarinnar fellur vel að landslaginu og undirstrikar þá möguleika sem felast í samspili form, efnis og umhverfis. Brúin mun án efa verða bæði nytsamleg samgönguleið og fallegur hluti af Elliðaárdalnum til framtíðar.

Björt panilklæðning á Síðumúla 10

Þessi viðbót við Síðumúla 10 er klædd álpanil sem fellur einstaklega vel að bæði umhverfinu og upprunalegri byggingu hússins. Með vönduðu efnisvali og skýrum línum nær viðbyggingin að styrkja heildarmyndina án þess að taka yfir, heldur mynda náttúrulegt framhald af þeirri byggð sem fyrir var.

Útkoman er einfalt, stílhreint og tímalaust útlit sem er hannað með endingu í huga og mun standa traust um ókomna áratugi.

Fjölbreytt klæðning í Firði

Fjörður hefur tekið miklum stakkaskiptum á árinu og bæði áfellur og klæðningarefni frá okkur hafa átt stóran þátt í þeirri þróun. Slétt, læst klæðning í fallega rauða litnum okkar setur sterkan og eftirminnilegan svip á bygginguna, á meðan áfellur um glugga og horn skapa skýra heild og vandað frágang.

Samspil lita, forma og efnisvals styður við nýstárlegt og fjölbreytt útlit byggingarinnar og undirstrikar metnað í hönnun og framkvæmd. Útkoman er glæsileg bygging sem sker sig úr og mun án efa halda gildi sínu og ásýnd um langa framtíð.

Klassísk álbára í Jöfursbás 9b

Á Jöfursbás hefur risið stórt og glæsilegt fjölbýlishús sem er klætt klassískri álklæðningu í báru, sem sameinar hefðbundið yfirbragð og nútímalega endingu. Klæðningin gefur byggingunni sterka ásýnd og skýra formfestu, á sama tíma og hún fellur vel að umhverfi sínu.

Áfellur og þakrennur eru hannaðar til að falla fullkomlega að klæðningunni og styrkja heildaryfirbragðið með vönduðum frágangi. Útkoman er tímalaust og samræmt útlit sem mun halda gildi sínu og fegurð um ókomin ár.

Stærðarinnar límtré og steinullareiningar á Hringhellu 9

Límtrésbitar verða vart mikið stærri en þessir. Hér er um að ræða gríðarstórt og metnaðarfullt iðnaðarhúsnæði þar sem burðarvirki úr límtré fær að njóta sín til fulls. Stórir spennir, styrkur og nákvæmni í útfærslu sýna vel þá möguleika sem felast í límtré þegar ráðist er í umfangsmikil mannvirki.

Byggingin er reist úr samspili límtrés, steinullareininga og steypu, sem saman mynda endingargóða og hagkvæma lausn fyrir krefjandi rekstur. Fjölmargar Krispol iðnaðarhurðir tryggja skilvirkt aðgengi og góða nýtingu rýma. Heildarniðurstaðan er öflugt iðnaðarhúsnæði sem er byggt til að standast álag og kröfur framtíðarinnar.

FréttirFréttir

Written by

kristjan

Published on