Álklæðningar í fjölbreyttum verkefnum í ár

Árið 2024 hefur að miklu leyti verið ár álklæðningarinnar. Möguleikar í framleiðslu og útfærslum jukust talsvert með komu Evobend-vélarinnar og við höfum fundið fyrir sífellt ríkari áhuga á þessum fjölhæfa klæðningarkosti.

Álklæðningar hafa sannað sig sem traust og stílhrein lausn, hvort sem um ræðir stórframkvæmdir eða einbýlishús. Þær hafa verið lykilhluti í stærri byggingarverkefnum þar sem fagurfræði og endingarkraftur fara saman. Nýir möguleikar í panelum og áfellum hafa líka gert okkur kleift að klæða byggingar meiri nákvæmni en áður.

Við ætlum að grípa tækifærið í desember og líta yfir verkefni þar sem álklæðningar frá okkur hafa spilað lykilhlutverk.

Jöfurbás 7c

Þessi gullfallega bygging hefur risið á Gufunesinu. Hún er klædd með Kopar patina trapisu sem sómar sér vel í náinni tengingu við náttúruna í kring.
Nálægðin við sjó er venjulega vandamál en þökk sé álinu mun þessi bygging skarta sínu fegursta í langan tíma.
Verktaki: GG verk

Markholt 20

Álklæðning hentar ekki bara á stór fjölbýlishús. Hérna sjáum við Ral 7006 ál í panel, með sérsmíðuðum áfellum í kringum glugga og hurðir.

Bygggarðar

Álklæðning vinnur vel með öðru byggingarefni og getur þannig skapað hughrif sem annars væru ekki möguleg. Hér sjáum við álpanel í Kopar Patina liggja fumlaust með annarri klæðningu og skapar frumlegt og skemmtilegt umhverfi.
Verktaki: Jáverk

Hringhamar 35-37

Þó að 2024 hafi að miklu leyti verið ár panelsins er báran enn vinsæl enda er hún þaulreynt form sem er bæði fallegt og praktískt. Hérna er báran upphafin með sérsmíðuðum útstæðum gluggaáfellum í Ral 1013 á gluggum sem einkenna útlit byggingarinnar. Byggingarnar tvær eru með sama útliti en sitt hvorum litnum, RAL 1019 og 7033 sem gerir þeim kleift að einkenna hvora aðra.
Verktaki: Dverghamar

Grímsgata 2-4

Möguleikar í lit og útliti eru fjölbreyttir í álinu en hér má sjá feik læsta klæðningu í Ral 6003 í bland við steinklæðningu á jarðhæð. Byggingin nýtur sín vel í þessum einstaka lit og á meðan undirbrot og áfellur einkenna útlitið frekar.
Verktaki: ÞG verk

Hringhamar 31-33

Hér má sjá fallega báru í bland við áfellur í Kopar Patina sem leikur vel við málmgrindur á svölum á þessu frábæra húsi. Þakíbúðir eru klæddar með grárri 7016 klæðningu sem einkennir bygginguna að ofan.
Verktaki: Mótex

FréttirFréttir

Written by

kristjan

Published on

27. nóvember, 2024