Steinullareiningar eru stálsamlokueiningar með steinullareinangrun.

Einingarnar eru fullfrágengnar með stáli á báðum hliðum og fást með mismunandi yfirborðsáferð og í ýmsum litum.

Steinullareiningar hafa gott burðarþol og er því hægt að nota þær á léttar burðargrindur sem leiðir til lægri byggingakostnaðar.

Steinullareiningar eru einnig notaðar í milliveggi og loft, í mörgum tilfellum geta þær staðið án burðargrindar innanhúss sem leiðir til einfaldari lausna.

Steinullareiningar hafa háa brunamótstöðu og gott hljóðeinangrunargildi.

Helstu kostir steinullaeininga:

  • Raka- og vindþéttni
  • Góð einangrun
  • Auðveld þrif
  • Há brunamótstaða
  • Gæðaprófun
  • Auðveld uppsetning
  • Góð reynsla
  • Hagkvæmni
  • Hljóðeinangrun

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírnet.

SF Sléttar einingar

Steinullareining, stálsamlokueining, steinull, yleining, yleiningar
HeitiK-gildi W/m² CÞykkt mmÞyngd kg/m²
SF-630.586317
SF-820.458220
SF-1050.3610522
SF-1290.3012925
SF-1670.2316730
SF-1960.2019633
SF-2360.1723638
SF-2960.1329645

ST Trapisueiningar

Steinullareining, stálsamlokueining, steinull, yleining, yleiningar
HeitiK-gildi W/m² CÞykkt B mmÞykkt A mmÞyngd kg/m²
ST-1070.526310719
ST-1260.428212621
ST-1490.3310514924
ST-1730.2812917327
ST-2110.2216721131
ST-2400.1919624035
ST-2800.1623628040
ST-3400.1329634047

Litir í boði

Hér er hægt að sjá þá liti sem í boði eru á einingar. Álsink er einnig í boði hvort sem er öðru megin eða beggja vegna eininganna. Mögulegt er að sérpanta aðra liti í samráði við byggingadeild fyrirtækisins.

Litir í boði á steinullareiningar

Útveggir – Steinullareiningar

Hér er hægt að sjá hinar ýmsu útfærslur af steinullareiningum sem veggjaklæðning fyrir upphitað húsnæði.

Þök – Steinullareiningar

Hér er hægt að sjá hinar ýmsu útfærslur af steinullareiningum sem þakklæðning fyrir upphitað húsnæði.