Loftræstirör

Límtré Vírnet býður mikið úrval af rörum og fittings í loftræstikerfi t.d. beygjur, hljóðgildrur og kastventla. Spírórörin eru framleidd af fyrirtækinu í Borgarnesi þar sem hægt er að fá rör frá 100 mm upp í 1250 mm.

Einnig flytur fyrirtækið inn rör og fittings frá Lindab (Transfer) fyrir spónsugukerfi, eða önnur kerfi sem ætlað er að flytja andrúmsloft með spæni, sagi eða grófu ryki. Transfer kerfið er fest saman með festispennum og er í þéttleika D.

Lindab Isol rör og fittings eru einangruð með 25 eða 50 mm steinull. Einnig er mikið úrval af öðrum vörum í loftræstikerfi svo sem álbarkar í stærðum 100 mm – 315 mm, einangrun á spíralrör og álhljóðgildrur. Auðvelt er að láta sérpanta vörur sem ekki eru til á lager hjá fyrirtækinu.

Rör frá Límtré Vírnet

Þvermál: 100 mm – 1250 mm

Rör frá Lindab

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírnet.