Límtré Vírnet selur loftræstisamstæður frá viðurkenndum framleiðendum eins og Exhausto, REC og Östberg. Loftræstisamstæðurnar koma í ýmsum stærðum og útfærslum til að mæta mismunandi þörfum hvers rýmis fyrir sig. Afköst samstæðanna geta verið allt frá 100 – 45.00 m³/klst og eru ýmist með vatns- eða rafmagnshitara.

Dæmi lofræstisamstæðu frá Exhausto:

VEX Lofræstisamstæða – 150 – 725 m³/klst

VEX oftræstisamstæða

VEX samstæðurnar eru með krossvarmabreyti, síum og framhjáhlaupi (by-pass). Allt aðgengi er gott þar sem stórar þjónustulúgur eru á samstæðunum. Fjölmargar gerðir af stjórnbúnaði eru í boði og útfærslur geta verið með margvíslegum hætti.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírnet.