Límtré Vírnet selur og smíðar hita- og kælielement úr viðurkenndu hráefni frá TT-Coil í Danmörku í öll loftræsikerfi. Fyrirtækið býr yfir margra ára reynslu í smíði á elementum og leggur fyrirtækið allt kapp á að tryggja gæði og hagstætt verð.

Hita- og kælifletir eru úr koparrörum með álþynnum. Gott er að koma með gamla elementið til okkar og við smíðum nýtt innan örfárra daga. Tæknimenn hjá Límtré Vírnet aðstoða við val á stærðum og afköstum á elementum. Öflug sérsmíði í boði ásamt sérpöntunum á hiturum úr ryðfríu stáli.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírnet.