LímtréVírnet flytur inn loftræstidreifara í öll loftræstikerfi. Loftræstidreifararnir koma frá framleiðendum Lindab í Danmörku og einnig er hægt að sérpanta dreifara frá bæði Lindab og Aldes í Frakklandi.

Ventlar og dreifarar:

Ferskloftsventlar
Loftræstidreifarar

Ventiduct dísustokkar.

Ventiduct er byggt á spíralrörum með áföstum dísum, sem dreyfa loftinu jafnt miðað við lengd rörsins. Ventiduct hentar vel við kælingu á rýmum þar sem mikil lofthæð er t.d. í iðnaðar- og lagerhúsnæði. Hagkvæmni kerfisins eru einkum þar sem flytja þarf mikið loftmagn. Ventiduct dísustokkar eru framleiddir í eftirfarandi stærðurm, 200mm, 250mm, 315mm, 400mm og 500mm.

Hægt er að velja um 5 útfærslur af dísustokkum, þar sem dísumunstrið þekur 300°, 270° 180°, 90°, eða 2×90°.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírnet.