Límtré Vírnet býður nú upp á nýjan og spennandi valkost fyrir þá sem eru að innrétta hesthús.

Innréttingar sem eru gerðar úr stöðluðum einingum sem raða má saman á fjölbreyttan hátt. Allt prófílefni í innréttingunum er heithúðað sem þýðir mun lengri endingu. Margir möguleikar á klæðningarefni – eikarpanell – krossviður – plastpanell – galvaniseruð rör.

Föst verðtilboð. Einnig öll sérsmíði eftir óskum hvers og eins.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírnet.