Límtré Vírnet flytur inn Lindab iðnaðarhurðir sem eru sérsmíðaðar fyrir hvert hurðargat. Hægt er að fá þær með gluggum og gönguhurð allt eftir óskum. Hurðirnar henta vel fyrir stærri sem smærri iðnaðarhús ásamt landbúnaðarbyggingum þar sem kröfur eru gerðar til styrks, öryggis og áreiðanleika.

LDI

Tegund LDI er hefðbundin hurðareining með polystyren einangrun með hömruðu áli eða platisol húðuðum stálplötum. Hurðina er hægt að fá með gluggum í, á mynd er sýnd tegund TT.

LDP

Tegund LDP er úr panorama einingum. Einingarnar eru gerðar úr álprófilum með gluggum eða spjaldi í. Þetta er sérlega vönduð og falleg útfærsla sem hentar vel þar sem miklar kröfur eru gerðar til útlits hurðanna, t.d. á sýningarsölum bílaumboða.

LDC

Tegund LDC. Þar eru notaðir flekar úr tegund LDI og gluggaeiningar, tegund LDP, í sömu hurðina. Þannig er hægt að fá stóra gluggafleti í hefðbundnar hurðir.

Iðnaðarhurðirnar frá Lindab henta vel fyrir blautrými þar sem boðið er upp á ryðfría fylgihluti sem tryggja betri endingu. Hurðirnar fást bæði með og án mótors en allar Lindab hurðir eru útbúnar þeim öryggisbúnaði sem reglur segja til um auk klemmuvarnar.

Ýmsan aukabúnað er auk þess hægt að fá við rafdrifið, svo sem fjarstýringar, blikkljós o.fl. Lindab hurðirnar eru framleiddar úr umhverfisvænum og endurvinnanlegum efnum.

Notuð er polystyren einangrun í stað polyurethan enda er polystyren endurvinnanlegt. Með því að nota polystyren þá fæst aukinn styrkur í eininguna. Vindstyrkingar eru ávallt á Lindab iðnaðarhurðum, allt eftir því hve mikið vindálag er á hverjum stað. Val er um marga staðalliti en auk þess sérliti fyrir hvern og einn.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírnet.

Bæklingur Iðnaðarhurðir

Iðnaðarhurðir