Bílskúrshurðir frá Lindab í Danmörku eru framleiddar eftir máli hverju sinni. Hurðarflekar eru 600mm háir og er sagað af neðsta hurðafleka til þess að hurðin passi í það hurðagat sem á við. Þykkt fleka er 46mm sem tryggir góða einangrun.

Kostir þess að nota harðpressaða polystyren eru:

  • Viðloðun stálplötu við harðpressaða polystyren er tvöfaldur á við polyurethan.
  • Vatnsdrægni harðpressaðs polystyren er eingöngu 1/6 á móti polyurethani.
  • Styrkur harðpressaðs polystyren er töluvert betri en í polyurethani.

Val er á milli þriggja standard lita sem eru hvítur, brúnn og grár. Að auki er hægt að sérpanta 10 aðra liti gegn vægu aukagjaldi. Sjá liti hér að neðan. ATH eingöngu um leiðbeinandi liti að ræða þar sem litur kemur ekki 100% réttur fram á skjá.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírnet.

Innblástur Lindab bílskúrshurðir

Uppsetning Lindab bílskúrshurðir