Límtré Vírnet smíðar í blikksmiðju sinni i Borgarnesi áfellur eftir pöntunum i stórum stíl. Hægt er að skoða teikningar af stöðluðum áfellum hér.

Áfellurnar eru smíðaðar úr mörgum tegundum stáls og áls.  Dæmi um efni:

  • galvaniserað stál
  • álsink (ekki er ráðlagt að nota álsink á óeinangruð gripahús)
  • polyester
  • plastisol
  • plexypoly
  • litað ál
  • ólitað ál
  • ryðfrítt stál
  • kopar

Pöntunum á áfellum ber ávallt að skila skriflega til sölumanna, annaðhvort í faxi, tölvupósti eða beint til þeirra. Þetta er gert til að fyrirbyggja allan misskilning og að viðskiptavinur fái rétta vöru. Sölumönnum er því ekki heimilt að taka við pöntunum á áfellum í gegnum síma.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírnet.