Í blikksmiðju Límtré Vírnet í Borgarnesi er smíðað dyrastál eftir óskum hvers og eins. Dyrastálin eru smíðuð ýmist úr ryðfríu stáli eða messing.

Pantanir á dyrastáli ber alltaf að skila skriflega til sölumanna, annaðhvort í faxi, tölvupósti eða beint til þeirra. Þetta er gert til að fyrirbyggja allan misskilning og að viðskiptavinur fái rétta vöru. Sölumönnum er því ekki heimilt að taka við pöntunum á dyrastáli í gegnum síma.

DYRASTÁL PÖNTUNARBLAÐ

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírnet.