bogavals-400x400

Límtré Vírnet er íslenskt iðnfyrirtæki og starfsstöðvar þess byggja á áratuga löngum framleiðsluferlum. Starfsfólk okkar er einnig með áratuga starfsreynslu við framleiðslu og sölu á gæðavörum fyrir byggingariðnaðinn á Íslandi.

Starfsstöðvar okkar eru á þremur stöðum á landinu.  Höfuðstöðvar okkar eru í Borgarnesi, þar sem framleitt er valsað stál og ál til klæðninga utanhúss og innanhúss, ásamt framleiðslu á milliveggjastoðum úr stáli.  Í Borgarnesi eru einnig reknar þjónustueiningarnar, blikksmiðja, járnsmiðja og rafmagnsverkstæði.

Aðal söludeild fyrirtækisins er starfrækt í Borgarnesi, en einnig erum við með söludeild fyrir loftræstivörur ásamt afgreiðslu í Kópavogi, að Vesturvör 29.  Innkaupadeild, fjármálastjóri og byggingadeild er staðsett tímabundið í Hlíðasmára 12, 2. hæð.

Byggingadeildin, Hlíðasmára 12,  er hönnunar- og söludeild sem veitir faglega ráðgjöf og selur lausnir fyrir húsbyggjendur límtrés- og stálgrindahúsa, ásamt öðrum tilheyrandi lausnum.  Í raun er byggingadeildin verkfræðistofa, þar fer fram útreikningur fyrir burðarþol límtréshúsa ásamt allri annarri hönnun húsa sem fyrirtækið framleiðir.

Á Flúðum er starfrækt eina íslenska límtrésverksmiðjan, þekkt fyrir gæði, áreiðanleika og góða þjónustu. Á Flúðum er einnig framleiddar steinullareiningar sem eru samlokueiningar með steinull sem einangrun.

Starfsólk Límtré Vírnet kappkostar að veita viðskiptavinum sínum fljóta, góða og örugga þjónustu.  Hér á heimasíðu okkar er gott yfirlit yfir vöruval okkar og þjónustu. Hafðu samband og við hjálpum þér að byggja, breyta eða bæta húsnæði þitt.

Viðskiptaskilmálar

FYRIRTÆKI

EINSTAKLINGAR