Galvanhúðun, eða zinkhúðun öðru nafni, er ein öflugasta ryðvörn sem völ er á. Zinkhúðun er heithúðun sem hentar sérstaklega vel við íslenskar aðstæður.

Galvanhúðun Límtré Vírnet er staðsett í Borgarnesi. Þar eru húðaðir hlutir upp að ákveðinni stærð, en stærð deiglupottsins er 1500x750x700 mm(l x b x h). Hitastig zinksins er 460°C.

Vörur til galvanhúðunar skulu ávallt koma vel merktar til afgreiðslumanna í Borgarnesi, merktar sendanda (eiganda),heimilifangi og síma.

Til að vara sé galvanhúðuð, skal hún vera ryðhreinsuð og laus við málningu. Búið skal vera að bora loftunargöt þar sem þeirra er þörf. Hreinsa skal af tússmerkingar og á nýju járni skal hreinsa burt suðugjall.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírnet.