Límtré Vírnet býður upp á bogavölsun og grokobeygingu á stáli og áli.

Bogavölsun

Bogavölsun á báruvölsuðu stáli eða áli hefur mikið verið notað síðustu árin af arkitektum við hönnun bygginga á Íslandi. Áður en bogavalsað er þurfa eftirfarandi upplýsingar að liggja fyrir:

  • Þykkt efnis (ekki er hægt að bogavalsa efni undir 0,6 mm að þykkt)
  • Plötulengd (hámarks plötulengd er 11 metrar)
  • Radíus völsunnar.

Grokobeygjur

Við grokobeygju er stálið/álið tekið og krumpað í þá beygju sem óskað er eftir hverju sinni. Þessi beyguaðferð er notuð í dag við smíði á litlum spennaskýlum eða garðskýlum þar sem plötur eru hafðar í heilu lagi yfir mæni.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírnet.