Límtré Vírnet samanstendur af þremur verksmiðjum sem eru
allar staðsettar innan 100 km frá Reykjavík. Tæknideild og söludeild er staðsett í Hlíðasmára 12 og lager og loftræstideild að Vesturvör 29 Kópavogi.

Borgarbraut 74

310 Borgarnesi

Torfdal

845 Flúðum

Hlíðasmári 12

200 Kópavogi

Í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Borgarnesi eru til húsa:

 • Naglaframleiðsla
 • Klæðningarframleiðsla
 • Blikksmiðja
 • Járnsmiðja
 • Rafmagnsdeild
 • Söludeild

Á Flúðum fer límtrésframleiðslan fram og þar skiptist framleiðslan upp í:

 • Beina bita í mörgum stærðum, lagerframleiðsla
 • Bogabita í mörgum stærðum, sérframleiðsla
 • Fingurskeytingu
 • Sölu á spæni

Á Flúðum fer einnig fram framleiðsla á steinullareiningum:

 • Steinullareiningar

Á starfstöðum fyrirtækisins í Kópavogi eru til húsa:

 • Byggingadeild
 • Hönnun
 • Lager
 • Loftræstivörur
 • Söludeild

Fyrirtækið flytur jafnframt inn mikið af vörum til almennrar sölu og í verk, s.s. bolta, skrúfur, þakdúk, iðnaðarhurðir, þakrennur og þakglugga.

Í dag er Límtré Vírnet stærsta fyrirtækið á Íslandi á sviði völsunar á klæðningarefnum og eini framleiðandi límtrés, steinullareininga og nagla, ásamt því að flytja inn mjög breitt úrval af byggingarvörum tengdum þeim verkefnum sem eru í gangi hverju sinni.

Fyrirtækið er með gott dreifingarkerfi innan byggingariðnaðarins og selur vörur jafnt til endursöluaðila sem verktaka.