Tengijárnabakkar skiptast í tvo flokka, þ.e. einfalda og tvöfalda. Límtré Vírnet býður einnig upp á sérsmíðaða tengijárnabakka fyrir viðskiptavini sína ef þörf krefur.

Allir tengijárnabakkar framleiddir af fyrirtækinu innihalda eingöngu B500C kambstál, þ.e. kambstálið er í seigluflokki C. Þá eru allir bakkar sem Límtré Vírnet framleiðir með riffluðu yfirborði til að tryggja góða viðloðun við steypu. Á seinni árum hafa eðlilega verið sívaxandi kröfur um að yfirborð járnabakka sé rifflað, sérstaklega í stórframkvæmdum þar sem verkkaupi fer sjálfur með byggingaeftirlit þar sem talið hefur verið að slétt yfirborð í bökkum geti myndað steypuskil þar sem þau eiga ekki að vera. Eru allir tengijárnabakkar merktir með rúllunúmer kambstáls sem vísar til prófunarvottorðs frá framleiðanda kambstáls og þar af leiðandi rekjanlegt.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírnet