Í stað þess að setja kambstál saman með skeytingum má snitta og setja saman með samsetningarhólkum. Fyrst er endi járnsins þykktur í pressu og síðan er snittað þannig að þvermál í snitti verður ekki minna en þvermál sjálfrar stangarinnar. Hægt er að fá hólka sem eru beinir beggja megin eða með fláa og/eða stýringu öðrum megin. Einnig er hægt að fá minnkanir og stækkanir. Þegar notaðir eru hólkar með stýringu eru yfirleitt notaðar herslurær í sama sverleika.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírneti.