Árið 2017 festi Límté Vírnet kaup á fyrirtækinu Bindir og Stál sem þjónustað hefur þann hluta byggingariðnaðarins sem snýr að burðavirki í uppsteypu og tengdum hlutum. Í dag bíður því Límtré Vírnet upp á niðurklippt og beygt kambstál með mikla seiglu sem unnin er í tölvustýrðri beygjuvél. Einnig selur fyrirtækið plastíhluti og fleira fyrir steypu ásamt að bjóða upp á ýmsar gerðir af vélum og verkfærum fyrir slíka starfsemi.

Límtré Vírnet býður einnig upp á viðgerðaþjónustu á þeim vélum og verkfærum sem fyrirtækið selur.

Nánari upplýsingar veita sölu- og tæknimenn hjá Límtré Vírnet.