Límtré Vírnet hefur flutt tækni- og söludeild fyrirtækisins úr Vesturvör 29 yfir í Hlíðasmára 12 (2. hæð). Verður lager og afgreiðsla áfram í Vesturvör 29 en er komin í vesturenda hússins. Er hér um að ræða tímabundna flutninga þar sem öll starfsemi fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu mun svo flytja í nýtt húsnæði upp úr áramótum. Hefur fyrirtækið fest kaup á húsnæði við Lyngháls 2 og verður tilkynnt um þá flutninga þegar nær dregur.

Fyrirtækið biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér fyrir viðskiptavini sína.

Virðingarfyllst,
Stefán Logi Haraldsson
framkvæmdastjóri