Sölumaður

Límtré Vírnet óskar eftir starfsmanni í söludeild fyrirtækisins að Lynghálsi 2 í Reykjavík.

Helstu verkefni

·         Sala á vörum til iðnaðarmanna.

·         Tilboðsgerð og ráðgjöf.

·         Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Menntun sem nýtist í starfi – iðnmenntun kostur.

·         Reynsla af sölustörfum kostur.

·         Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.

·         Metnaður til að takast á við krefjandi verkefni.

·         Stundvísi, jákvæðni og heiðarleiki í starfi.

·         Haldgóð tölvukunnátta.

·         Gott vald á íslensku í ræðu og riti.

Umsóknir ásamt ferilsskrá skulu berast í gegnum heimasíðu limtrevirnet.is. Umsóknafrestur er til og með 13. febrúar.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Arnar í síma 617-5303 eða í gegnum netfangið arnar@limtrevirnet.is.

ATH: vegna bilana í tölvukerfi eru þeir sem hafa nú þegar sótt um beðnir um að sækja um aftur. Beðist er velvirðingar á þessum óþægindum.

Almenn umsókn 

Hér er hægt að leggja inn almenna atvinnuumsókn hjá fyrirtækinu. Vinsamlegast tilgreinið um hvers konar starf er sóst eftir.