Atvinna á Flúðum – Smiður

Það er mikið að gera og vantar okkur því fleira gott fólk við framleiðslu á límtré á Flúðum. Leitast er eftir faglærðum smiðum en fólk með haldgóða reynslu kemur líka til greina.

Um er að ræða 100% starf þar sem unnið er frá mánudegi til fimmtudags frá kl. 7:30 – 17 og frá kl. 7:30 – 12 á föstudögum. Á staðnum er mötuneyti fyrir starfsmenn.

Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Símonarson í síma 617-5302 eða á netfangið alli@limtrevirnet.is

Umsóknafrestur er til og með 31. mars

Störfin henta jafnt konum sem körlum og er um framtíðarstörf að ræða.

Atvinna á Flúðum – Vélamaður

Það er mikið að gera og vantar okkur því fleira gott fólk við framleiðslu á steinullareiningum á Flúðum. Leitast er eftir vélvirkja eða einstakling með haldgóða reynslu á viðhaldi og viðgerðum á vélbúnaði.

Um er að ræða 100% starf þar sem unnið er frá mánudegi til fimmtudags frá kl. 7:30 – 18 og frí á föstudögum. Á staðnum er mötuneyti fyrir starfsmenn.

Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Símonarson í síma 617-5302 eða á netfangið alli@limtrevirnet.is

Umsóknafrestur er til og með 31. mars

Störfin henta jafnt konum sem körlum og er um framtíðarstörf að ræða.

Atvinna á Flúðum – Framleiðsla

Það er mikið að gera og vantar okkur því fleira gott fólk við framleiðslu á steinullareiningum á Flúðum. Verksmiðja fyrirtækisins er útbúin nýjustu tækni þar sem starfsumhverfi og aðstaða fyrir starfsmenn til fyrirmyndar. Ekki er verra ef umsækjendur hafi reynslu af umgengni við vélar

Um er að ræða 100% starf þar sem unnið er frá mánudegi til fimmtudags frá kl. 7:30 – 18 og frí á föstudögum. Á staðnum er mötuneyti fyrir starfsmenn.

Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Símonarson í síma 617-5302 eða á netfangið alli@limtrevirnet.is

Umsóknafrestur er til og með 31. mars

Störfin henta jafnt konum sem körlum og er um framtíðarstarf að ræða.

Almenn umsókn 

Hér er hægt að leggja inn almenna atvinnuumsókn hjá fyrirtækinu. Vinsamlegast tilgreinið um hvers konar starf er sóst eftir.